Á síðstastliðinni viku hefur borið á fjölda dauðra og veikra rita á suðvestanverðu landinu. Matvælastofnun hefur tekið sýni úr dauðum fuglum bæði frá Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og eins frá Fitjum í Reykjanesbæ. Samkvæmt frétt á síðu stofnunarinnar benda niðurstöður frá veirurannsóknardeild Keldna ekki til þess að um fuglaflensu sé að ræða. Það er því alls óljóst hvað veldur þessum skyndilega mikla dauða, en málið er í rannsókn hjá Matvælastofnun. Við biðlum því til almennings að upplýsa Matvælastofnun áfram um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Frá þeim svæðum þar sem áberandi dauði er á ritum er æskilegt að tilkynna einnig um ef aðrar tegundir finnast veikar eða dauðar, svo hægt sé að taka frekari sýni og til að kanna útbreiðslu dauða mismunandi fuglategunda. HÉR má senda ábendingu um veika/dauða fugla á Matvælastofnun. HÉR má nálgast fræðsluefni um fuglaflesnu á vef Matvælastofnunar. Meðfylgjandi myndir teknar þann 10. maí eru frá Fitjum í Reykjanesbæ þar sem tugi dauðra rita var að finna.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
October 2024
Categories |