Nú fara fram vortalningar á körrum um land allt. Þessi árstími hentar einkar vel því á vorin eru karrar mjög áberandi, tylla sér á háa staði, hreykja sér hátt og verja sín óðul. Út frá þessum talningum er stofnvísitala rjúpnastofnsins metin. Árlega eru gengin ákveðin snið á varpsvæðum rjúpunnar og þannig er hægt að meta breytileika milli ára í stofnvistfræði hennar. Í dag fóru starfsmenn Náttúrustofunnar og Þekkingarsetursins í talningar á Reykjanesi venju samkvæmt. Að verkefninu koma fjölmargir aðilar á landsvísu en um samvinnuverkefni er að ræða og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands yfirumsjón með verkefninu
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
July 2024
Categories |