Sextánda vöktunarár grjótkrabba í Faxaflóa er nú hafið. Náttúrustofan og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum halda utan um vöktunina. Byggist vöktunin á gildruveiðum fullorðinna krabba og eins á svifsýnatökum með háfum til að fylgjast með fjölda lirfa í uppsjó. Ljóst er á gildruveiðum að grjótkrabbinn er hvergi að gefa eftir og er sem fyrr ráðandi í afla, með yfir 99% í aflahlutdeild. Sýkingarhlutfall er sem fyrr hlutfallslega hátt og unnið er að því í samstarfi við sérfræðinga á Keldum að greina hvað henni veldur. Hér að neðan má sjá myndir úr fyrsta leiðangri þessa vöktunarárs.
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
July 2024
Categories |