Það er ánægja okkar að tilkynna að verkefnið Land within sea: Biodiversity & Sustainability in Atlantic Islands sem Náttúrustofa Suðvesturlands er hluti af fékk í dag formlega úthlutað svokallaðri UNESCO-viðurkenningu (UNESCO-chair). Um er að ræða fjögurra ára samstarfsverkefni sem leitt er af Luís Silva við Háskólann á Azoreyjum með aðkomu 23 stofnana frá Portúgal, Spáni, Gíbraltar, Færeyjum, Bermúda, Grænhöfðaeyjum, Saint Helena, Falklandseyjum og Íslandi. Nánar um verkefnið: "Áherslan verður á rannsóknir og kennslu sem lið í sáttaleit um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika (á öllum stigum frá genum til vistkerfa) og eins að markmiðum sjálfbærrar þróunar. Sérstök áhersla verður á eyjur um allt Atlantshaf og eflingu samskipta þeirra á milli, bæði til norðurs-suðurs og eins austurs-vesturs. Verndarsvæði, svæði á heimsminjaskrá og lífríki friðlanda, þar á meðal jarðvangar, verða í sérstökum brennidepli. Stafræn miðlun verður m.a. nýtt til að efla áhuga almennings á líffræðilegum fjölbreytileika Atlantshafseyja og leitað verður leiða til að ná félagsþroska en að sama skapi varðveita náttúruarfleifð. Fjölbreytt námstækifæri verða í boði á sviði líffræðilegrar fjölbreytni sjávar, líflanda- og steingervingafræði, vatnalíffræði, landfræðilega módelgerð og þróun og verndun á eyjum. Tengsl háskóla og rannsóknastofnana á Atlantshafseyjum og alþjóðlegt frumkvæði eins og AIR Center mun tryggja traustan vísinda- og fræðsluvettvang."
0 Comments
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
November 2024
Categories |