Þetta er 14. árið sem rannsóknir og vöktun grjótkrabba fara fram hér við land. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum hafa yfirumsjón með verkefninu. Rannsóknir og vöktun okkar á kröbbum sl. 14 ár hafa sýnt fram á miklar breytingar við SV-land. Hinni framandi tegund grjótkrabba fjölgar stöðugt og innlendu tegundunum trjónukrabba og bogkrabba fækkar. Þessi þróun innlendra tegunda og hratt landnám grjótkrabbans umhverfis Ísland er áhyggjuefni. Rannsóknir og vöktun eru lykillinn að því að fylgjast með stofnbreytingum tegunda og til að greina breytingar í vistkerfum.
1 Comment
Leave a Reply. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
July 2024
Categories |