Ársskýrsla Náttúrustofu Suðvesturlands 2022 er nú komin út. Í skýrslunni gefur að líta fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna með því að smella á myndina hér að neðan.
0 Comments
Í Samfélaginu á Rás 1 í dag þann 17.mars fór Guðumundur Pálsson yfir ýmislegt er viðkemur framandi tegundum í sjó við Ísland með Sindra Gíslasyni forstöðumanni Náttúrustofunnar.
Viðtalið má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan (hefst 23:23). Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga bauð til samtals fimmtudaginn 16. mars á Icelandair Hotel Natura.
Hlutverk vettvangsins er: • Að hvetja til samræðu um áherslur og samstarf í greiningum og rannsóknastarfi vegna áhrifa loftslagsbreytinga. • Að tryggja yfirsýn yfir þekkingarsköpun um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, samfélag, lífríki og haf umhverfis Ísland með tilliti til mismunandi forma og tegunda þekkingar frá hugvísindum og listum til raunvísinda og frá sögnum og fagþekkingu til útgefinna fræði- og vísindagreina. Dagskráin var fjölbreytt og meðal fyrirlesara var Sindri forstöðumaður Náttúrustofunnar og fjallaði hann um framandi tegundir í sjó hér við land. Upptöku af málþinginu má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan. Ársfundur vinnuhóps Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í Aþenu 6.–8. mars síðastliðinn. Sem fyrr var einn fundardagur sameininlegur með vinnuhópi ICES um kjölfestuvatn og aðrar flutningsleiðir framandi tegunda (ICES WGBOVS). Sérfræðinganefnd ITMO fór yfir stöðu mála í heiminum og þau samstarfsverkefni sem unnin eru innan hópsins. Áhersla var lögð á mikilvægi hertrar löggjafar og fræðslu í baráttunni við útbreiðslu framandi tegunda. Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúrustofunnar kynnti stöðu mála á Íslandi og þau rannsóknverkefni sem unnið er að hér á landi. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist er ljóst að mikið verk er enn fyrir höndum á heimsvísu. Flutningur framandi tegunda er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins í dag og skeytingaleysi gagnvart vandamálinu er enn of almennt. Grein okkar Recent spread of non-indigenous ascidians (Chordata: Tunicata) through Icelandic harbours birtist í vísindaritinu Marine Biology Research í dag.
Í greinni er greint frá útbreiðslu sjö framandi tegunda möttuldýra í höfnum við Ísland, sem og fyrsta fundi og landnámi Ascidiella scabra við Ísland. Stærstur hluti þessara möttuldýrategunda sem hér um ræðir er orðinn útbreiddur um heiminn og finnast ekki aðeins um allt Atlantshafið, heldur einnig í Norðvestur-Kyrrahafi og tempruðu Ástralíu. Þetta er ógnvænleg þróun og sýnir að aukin einsleitni strandsvæða er að koma fram á heimsvísu. Líklegt er að hækkun yfirborðshitastigs sjávar, sem knúin er af loftslagsbreytingum, muni líklega halda áfram að styðja við þróun þessarar atburðarásar sem leiðir til taps á líffræðilegum fjölbreytileika og getur stofnað lifandi auðlindum okkar í hættu með alvarlegum efnahagslegum áhrifum. Nálgast má greinina með því að smella á myndina hér að neðan: ![]() Það er ánægja okkar að tilkynna að verkefnið Land within sea: Biodiversity & Sustainability in Atlantic Islands sem Náttúrustofa Suðvesturlands er hluti af fékk í dag formlega úthlutað svokallaðri UNESCO-viðurkenningu (UNESCO-chair). Um er að ræða fjögurra ára samstarfsverkefni sem leitt er af Luís Silva við Háskólann á Azoreyjum með aðkomu 23 stofnana frá Portúgal, Spáni, Gíbraltar, Færeyjum, Bermúda, Grænhöfðaeyjum, Saint Helena, Falklandseyjum og Íslandi. Nánar um verkefnið: "Áherslan verður á rannsóknir og kennslu sem lið í sáttaleit um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika (á öllum stigum frá genum til vistkerfa) og eins að markmiðum sjálfbærrar þróunar. Sérstök áhersla verður á eyjur um allt Atlantshaf og eflingu samskipta þeirra á milli, bæði til norðurs-suðurs og eins austurs-vesturs. Verndarsvæði, svæði á heimsminjaskrá og lífríki friðlanda, þar á meðal jarðvangar, verða í sérstökum brennidepli. Stafræn miðlun verður m.a. nýtt til að efla áhuga almennings á líffræðilegum fjölbreytileika Atlantshafseyja og leitað verður leiða til að ná félagsþroska en að sama skapi varðveita náttúruarfleifð. Fjölbreytt námstækifæri verða í boði á sviði líffræðilegrar fjölbreytni sjávar, líflanda- og steingervingafræði, vatnalíffræði, landfræðilega módelgerð og þróun og verndun á eyjum. Tengsl háskóla og rannsóknastofnana á Atlantshafseyjum og alþjóðlegt frumkvæði eins og AIR Center mun tryggja traustan vísinda- og fræðsluvettvang." Í janúar fjallaði dagblaðið Correio dos Açores á Azoreyjum um náms-og starfsferil Joana Micael okkar sem og verkefni Náttúrustofunnar í meðfylgjandi grein. Nálgast má vefútgáfuna hér.
RÚV fylgdi eftir umfjöllun Náttúrustofunnar um Eldeyjarleiðangur Náttúrustofu Suðvesturlands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar í fréttum sjónvarps í kvöld.
Við leiðangursfólki blasti fjöldi dauðra súlna og gríðarlegt magn af plasti í hreiðrum. Myndefnið sem fylgir fréttinni segir meira en mörg orð. Smella má á myndina til að sjá fréttina í heild sinni. Vísindaleiðangur var farinn í Eldey í dag. Leiðangurinn skipuðu sérfræðingar frá Náttúrustofu Suðvesturlands, Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands auk landvarða Umhverfisstofnunar. Viðfangsefni leiðangursfólks var mæling á gliðnun og hæð eyjunnar, súlnadauði og plast í hreiðrum súlna. Mikið sást af dauðum súlum í eyjunni og var aðallega um fullorðnar súlur að ræða. Fyrirfram var vitað að töluvert plast væri í hreiðrum súla í Eldey en það fékkst staðfest eftir leiðangur Náttúrustofunnar árið 2017. Í þeim leiðangri var eyjan öll mynduð með dróna og varpstofn metinn, sást þá töluvert af plasti af drónamyndunum. Það gríðarlega magn plasts sem blasti við leiðangursfólki í dag var mun meira en búist var við. Ljóst er að plast er allsráðandi byggingarefni í hreiðri súlna í eyjunni, en aðallega er um að ræða netabúta og veiðarfæraspotta af öllum gerðum. Töluvert fannst af súlum sem drepist höfðu eftir að hafa flækt sig í plastruslinu, en ætla má að fjöldi súla drepist með þessum hætti árlega í Eldey. Auk svartbaks og silfurmáfs sáust fálki, svartþrestir og bjargdúfur - bæði á eyjunni eða á flugi við hana. Ferðin gekk vel og þökkum við landhelgisgæslunni og áhöfn TF-GNÁ kærlega fyrir öruggan flutning. |
Náttúrustofa SuðvesturlandsFréttir af daglegri starfsemi stofunnar Archives
September 2023
Categories |